Thursday, October 06, 2005

과학의 분야

Já fjalla hér um vísindi vegna þess að íþróttabröltið endaði illa um helgina fyrir mig, hlaut slæma tognun og er því hættur í klassískri leikfimi. Nema þá helst að æfa að ganga í takt. Það er dyggð að ganga í takt, mér blöskraði til dæmis þegar ég var staddur setningu Alþingis á dögunum þegar ég sá þingmenn arka yfir götuna eins og kálfa í stórgriparéttum. Þar hefði ég viljað að forseti Alþingis hefði farið fremstur með gjallarhorn: "einn tveir, einn tveir, staðar nem, einn tveir". Þannig var það alltaf meðan Davíð var. En aftur að vísindunum. Þó fyrst vil ég segja að ég og frændi minn pöntuðum prufutíma hjá glímudeild Ármanns og viljum læra glímu, bara til dæmis til að geta varið okkur þegar við verðum fyrir aðkasti. Það eru víst fordæmi fyrir því að menn séu alltaf í rétti í átökum þegar þeir beita eingöngu löggiltum glímutökum. Þannig var látið óátalið þegar Grétar Mar glímdi Guðjón A. Kristinsson í rúst á ársþingi Farmanna- og fiskimannasambandssins 2002. Þó var það nánast upp úr þurru.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home