Thursday, October 20, 2005

박제한 새


Það er alltaf eitthvað nýtt. Alltaf þegar fréttir berast af hugsanlegri yfirvofandi fuglaflensu verða allir vandræðalegir. Eins og í vinnunni minni. Ef málið berst í tal þá líta menn dáldið til mín. Vandræðalegir. Eins og ég hafi svör við öllu. En það er ekki furða að fuglar fái flensu, þetta er hvert undan öðru. Mér er farið að sýnast að ég missi af airwaves. Enn á ný. Ég mun spila á bassa í afmæli á laugardag, hefði viljað fara og sjá Jeff Who hvar sem þeir eru að spila. En ekki á hverjum degi sem maður fær að spila á svona sílófón-bassa. Stórir kassar með spýtu fyrir hvern tón. Lætur manni líða dáldið eins og maður sé í bjöllukór. En það er alls ekki, verið viss. Læt ekki sjá mig í bjöllukór. Loks hvet ég forsaetisradherra til að fara aftur að skrifa.

4 Comments:

Blogger Deeza said...

Heyrðu, Gísli er ekki ennþá búinn að svara klukkinu.

October 23, 2005 4:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já en það er þér að kenna ef við deyjum öll úr fuglaflensu, er það ekki? Brím Sóttvarnalæknir segir það.

October 25, 2005 5:44 PM  
Blogger Ku Birm Kwon said...

Sko Gísli sendi mér bara bréf þar sem hann sagði mér 5 leyndarmál sem hann vildi ekki að kjósendur Vilhjálms kæmust í. Þar kom meðal annars fram að hann þyldi ekki Júlíus Vífil, hefði liðið kvalir allan tímann í settinu með þáttinn, hefði fundist glatað að taka þátt í "kvennagjammi" eins og hann orðaði það.
Skil ekki þetta með flensuna en er byrjaður að hamstra mat í frysti.

October 25, 2005 6:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég var líka einusinni í pjöllukór. kvedja frá haflida, er ad ná sér úr flensunni.

stebbi.

November 03, 2005 6:07 PM  

Post a Comment

<< Home