Thursday, April 13, 2006


Það má segja að ég taki mig vel út á þessari mynd sem birtist í sérlegri úttekt á réttum fyrr og nú. Þarna má glögglega sjá mig dálítið til hægri, íbygginn, yfirvegaðan en þó með hverja taug spennta, einmitt reiðubúinn að mæta árás úr sérhverri átt þá og þegar. Geta má þess að þær urðu nokkrar þennan dag í september, sumar blóðugar á báða bóga og þurfti oft að kalla til menn til að ganga á milli. Manni sem úthlutað er þetta svæði í rekstri er einnig fenginn titillinn fjallkónugur og jafnvel (ranglega) lambakóngur enda hefur hann þá þegar lagst með "lambdrottningunni" fyrr um morguninn. Ölvun var ekki teljandi þennan dag minnir mig; einnig með minna móti um kvöldið.

2 Comments:

Blogger kvarkfox said...

ég vil einnig benda á að hávaxni rauðhærði maðurinn fyrir miðju í appelsínugula bolnum með v-kraganum er stjúpfaðir Grétars "Bola" Guðjónssonar bróður Ásláks sem á einmitt Case traktorsgröfu, en hann mokar stundum fyrir Bjarna vin minn. Hann heitir samt ekki Guðjón.

April 13, 2006 2:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég vann einu sinni með gröfumanni sem heitir Grétar Guðjóns. Hann er með nafnnúmerið sitt húðflúrað á handlegginn "in case of emergency" og heyrir afskaplega illa eftir sprengjuslys.

April 21, 2006 4:56 PM  

Post a Comment

<< Home