Monday, December 12, 2005

스키이


Kominn tilbaka úr skíðaferð til Dalvíkur. Veit ekki hvort ég kem þangað aftur en þetta var bara býsna gott. Pizza með sultu er sko ekkert sér-Dalvíkst held ég. En ég fór á skíði 4 daga í röð og bretti líka sem ég vona að ég fái ekki bakteríu fyrir, það er orðið dáldið seint. En það var lítið um Dalvíkinga á Dalvík og það var dáldið særandi. Þessi ferð dró mig dálítið úr jólaverkunum, veit ekki af hverju því bærinn var hvítur og skreyttur. Ég er reyndar að útbúa jólatré úr hnetum sem eru þræddar á vír, það eru sko alls konar hnetur. Svo hengi ég á þetta seríu sem ég á; það er bara hnetuskurn utan um perurnar. Verst að mér finnst þetta ekkert svo jólalegt. Vantar mannskap til að búa til jólablús og taka upp. Það á að vera svona 2. í jólum-blús sem fjallar um tómleikann í sálinni að jólum loknum. Jólavefurinn er orðinn svo stór að ég verð að linka á hann í bútum fram að jólum, þessi páskavefur fer þá og fyrst er kynnt til sögunnar lagið Jóla-hey!

1 Comments:

Blogger kvarkfox said...

ef maður þvær sér reglulega þá fær maður ekki bakteríur. en guð minn góður. hvar í andskotanum er dalvík?

December 14, 2005 12:12 AM  

Post a Comment

<< Home