Thursday, December 01, 2005

크리스마스 잘 보내세요! , Stebbi

Já desember er rétt fram undan og á morgun opna ég vef sem ég er búinn að setja upp og vinna að í nokkurn tíma. Þar verða jólasögur, jólauppskriftir, jólalög, jólaskreytingar, jólamyndir og alls konar. Þetta er svona jólavefur. Opnar á miðnætti, kl. 00:00 þann 01.12.05! Og ég set um svipað leyti upp tengingu af þessum vef. Ég er nú orðinn svolítið spenntur. En ég má ekki setja þetta of snemma upp. Þess vegna set ég hér smá sem ég hef á vefnum og var að henda í um helgina. Þá var aðventa. Þetta er einfaldur krans sem auðvelt er að setja saman og um að gera að nota hugmyndaflugið. Takið saman greinar (greni og birki), blómavír, glært límband, koreander, köngla, gjafapappír og borða. Og svo kerti. Ég byrja oftast á því að vefja greinunum saman í hring og styrki jafnóðum með límbandi. Þá kannski slatta af límbandi. Síðan bind ég þvert og geri svona net úr gjafaborða og koreander. Það myndar svona hreiður, þar sem ég set köngla, jólapappír, jólakúlur, ljósmyndir eða eitthvað þannig. Svo geta kertin verið hér og þar, til dæmis á jaðrinum, sumir nota frekar jólaseríu. Ég setti í ár nokkrar smámyndir af vinsælu fólki og raðaði eftir hringnum og hafði dáldið brjóstsykur á milli. Fest með límbandi. Ef þið viljið hafa gervisnjó til að gera þetta svolítið jólalegt, það hugsaði ég til dæmis um helgina, þá er hægt að kaupa hann í brúsa. En ég átti smá raksápu sem ég notaði í staðinn, það er ágætt en ekkert sérstakt. Þá er kransinn tilbúinn, ég er þegar búinn að kveikja á hirðakertinu, að öðru leyti vísa ég á jólavefinn minn. Þið þurfið samt ekkert að gera svona krans. Samt ef þið gerið það þá er ég að safna svona uppskriftum og myndum á jólavefinn. Endilega lítið á hann!
Bless.

5 Comments:

Blogger kvarkfox said...

já, ég geri líka krans. ég prjóna alltaf botn og set koreanderið þar oná. svo set ég 8 brauðform á jaðarinn allt um kring einsog kringla og einn míkadó lóðrétt á miðjuna. þar set ég mynd af gísla hafsteini efst einsog fáni. þá eru komin jól. gleðileg jón.

December 01, 2005 7:14 PM  
Blogger Ku Birm Kwon said...

þakka þér, Stebbi, fyrir þetta uppskrift. Vonandi er öllum ljóst samt að hér er ekki um neins konar keppni að ræða. Annars er það að frétta að næst bý ég til krans sem fjölskyldan borðar á þrettándanum.

December 01, 2005 11:58 PM  
Blogger kvarkfox said...

ok, hvar er tengillinn?

December 02, 2005 5:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

hefurðu einhverjar jólalegar hugmyndir um hvað er hægt að gera við dauðan íkorna? Eða reyndar kannski 2/3 af íkorna...hundurinn náði honum sko. Hann er voða sætur, ég er búin að prjóna á hann oggulitla skotthúfu en mér finnst það bara ekki nógu jóla

December 02, 2005 6:55 PM  
Blogger Ku Birm Kwon said...

Þú verður að setja á hann skegg og kannski belti þannig að það dekki það sem vantar á hann eftir hundinn. Svo geturðu kannski fest hann á góðan stað með heftibyssu, t.d. hjá loftlista eða ofan á glugga. Þetta ráð er líka að finna á jólavefnum.

December 04, 2005 1:10 AM  

Post a Comment

<< Home