천일염

Seyðisfjörður var fallegur þegar ég kom þangað. Það eru flest húsin tóm um vetur en þegar það er þorrablót þá fyllist pleisið. Ég borðaði slík ókjör af þorramat að Seyðfirðingar álitu að ég væri sveitamaður, sem er rétt. Það er samt ekki hægt að rúnta mikið þar, til dæmis mun minna en á Akureyri. En það gæti verið eitthvað annað að sumri til. Það ótrúlegasta var að það leyndist ekki ein einasta gella á Seyðisfirði. Það var svoleiðis að manni blöskraði. En þar leyndist alnafni minn sem mig hefur dreymt að hitta um árabil. Og það gerðist heldur betur.
5 Comments:
já, þekki mann á seyðisfirði. heitir kiddi. hann átti einusinni bobcat með bróður sínum, en held að þeir séu báðir dauðir. spurning með bobcatinn þó.
Jú bobcattinn hans Kidda er þarna enn. Það eru menn sem heita Stebbi sem nota hann helst í að moka á heiðinni.
Einir eru á bobcat
böðlast uppá heiði
Stebbi oná Stebba sat
þó hvorugur annan meiði
Hvað hefur þú svo sem við Seyðfirskar gellur að gera?
Þurfti að dansa bara við vélamenn á miðjum aldri. Annars var bara að hugsa hvað einkenndi staðinn.
Víst eru gellur á Seyðisfirði, bull og vitleysa er þetta í þér. Það þarf bara að fara í togarana og finna þær.
Post a Comment
<< Home