Tuesday, July 25, 2006

차마

Nú er ég í nokkrum vanda með drauma. Í morgun dreymdi mig nefnilega að ég væri staddur í kofa á hálendinu. Úti var krökkt af mýi og í kofanum með mér var afar sjaldgæfur klár sem ég vissi að héti Kiddi. Þá þótti mér sem okkur vantaði kaffi en Kiddi hélt nú ekki og sagði á þýsku: Wir trinken kein "Kaffi" im Sommer. Ég fór út að gá til veðurs en var þá staddur í einhverjum hringdansi. Og lengri varð draumurinn ekki. Nema hvað nú hringdi síminn rétt í þessu og það var spurt eftir 말한필이끄는마차 sem ég kannast þó við. Hvað í ósköpunum gæti þetta átt að þýða? Svo er að hellast yfir haust án þess að sumarið sé búið. En í kvöld syngur Magni einu sinni enn, ég skil ekki að nokkur vilji komast í þessa hljómsveit sem samt er engin hljómsveit.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hvað orsakaði sjaldgáfu þessa klárs? Var hann litföróttur? Eða kannski draugmoldóttskjóttur? Þetta er nú eitthvað sem maður þarf að vita áður en lagst er í ráðningu!

July 26, 2006 6:11 PM  
Blogger Ku Birm Kwon said...

Hann var bara sjaldséður, enginn hefur séð hann annar. Það var myrkur í kofanum. Giska samt á að hann hafi verið brúnn.

July 27, 2006 2:38 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mér þykir draumurinn benda til óhóflegrar eiturlyfjaneyslu ("kaffi" og "hringdans"). Brúnt hross gæti táknað hassklump til dæmis. Kofi á hálendinu merkir þá félagslegu og tilfinningalegu einangrun sem eiturlyfin færa manni. Mýið hlýtur þá að vera sú krafa sem sífellt dynur á manni frá öðru fólki um "tilfinningatengsl" og "félagslega ábyrgð".

Fokk'em segi ég nú bara!
Verði þér að góðu
Dr. Dreamer

July 27, 2006 4:58 PM  

Post a Comment

<< Home