Monday, October 23, 2006

호로딸기

Það er orðið svo kalt að ekkert landsvæði telst lengur berjaland. Það er ömurlegt að tína ber sem hafa frosið og svo eru þau bara ekkert góð. Ég hef ekki orðið eins reiður og þegar ég sá að Þverárfjallið var ónýtt þetta haustið vegna skipulagsleysis míns. En ég átti ágætt tímabil þetta haustið, búinn að sjóða 25 lítra af krækiberjasaft og égveitekkihvað mikið af bláberjasultu. Fékk líka krampa í framhandlegginn þegar ég var að kreista safann; þurfti að taka á öllu sem ég átti. Verst hvað menn geta orðið æstir í berjamó. Þetta byrjaði sem algjör slökun og mér fannst ég gleyma öllu bara þegar ég komst í góðan móa en svo verður kappið svo mikið að maður veit ekki fyrr en maður er farinn að öskra á fjölskylduna berjablár upp að eyrum og rífst í ókunnu fólki sem villist inn á mín svæði. Það vantar alla vega ekki krækiberjahlaup hér með slátrinu. Eða í jólakommfektið. Verst að ég kann ekki að gera vín úr þessu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home