Friday, November 03, 2006

사교 댄스


Þessi er tekin í súlnasal í gærkvöldi, smá forskot á jólin en það var eitthvað jólahlaðborð í vinnunni og dansað á eftir. Hljómsveitin úlpa var pöntuð en þeir voru ekki í jólaskapi og gerðu einhvern hljóðgjörning og spiluðu bara í hálftíma. Það var rétt enn þá hádegishlé þegar þeir ætluð að fara en menn voru ekki beint á því að hætta þá, það er ömurlegt að fara á hlaðborð og mæta svo blístrandi belgdur í vinnu aftur. Þessu lauk með því að úlpa var lamin í klessu, hver með annarri og svo skiptust menn á að spila. Til að bæta úr fyrir úlpumenn tók ég tvö lög af plötunni mea culpa og söng jólatexta við.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home