백수의 왕

Ég fletti upp orðingu spjátrungur á norskri netsíðu um daginn. Þá kom meðal niðurstaða síða um Jakob Frímann Magnússon. Man ég þá eftir því þegar ég hitti hann í sundi. Það var í búningsklefanum og hann var svo feiminn, hann setti handklæðið fyrir klofið á sér og hoppaði einhvern veginn á tánum inn í sturtuna. Með þennan líka pokarass. En hann ætlaði að vera svo snöggur út að menn bentu honum á að þvo sér með sápu án sundfata áður en hann gengi til laugar. Skipti þá engu að tvo baðverði þurfti að lokum til að sápa karlinn sem bar sig ekki vel. Ég gat ekki stillt mig um að æpa úr búningsklefanum: "segðu eitthvað gáfulegt núna!". Mér hefur nefnilega alltaf þótt hann koma svo vel fyrir sig orði. Ég sá svo ekkert meira svo hann hefur örugglega skilað sér út í laug bara. En rosalega kemur haustið aftan að manni..