Wednesday, February 01, 2006

천일염


Seyðisfjörður var fallegur þegar ég kom þangað. Það eru flest húsin tóm um vetur en þegar það er þorrablót þá fyllist pleisið. Ég borðaði slík ókjör af þorramat að Seyðfirðingar álitu að ég væri sveitamaður, sem er rétt. Það er samt ekki hægt að rúnta mikið þar, til dæmis mun minna en á Akureyri. En það gæti verið eitthvað annað að sumri til. Það ótrúlegasta var að það leyndist ekki ein einasta gella á Seyðisfirði. Það var svoleiðis að manni blöskraði. En þar leyndist alnafni minn sem mig hefur dreymt að hitta um árabil. Og það gerðist heldur betur.