암벽

Ég er alveg búinn að sjá þetta fyrir mér með lagið mitt. Friðrik ætlar að syngja og redda bakrödd, það vantar enn trommara og bassa og jafnvel fleira. En mest verður lagt upp úr lúkkinu. Ég á von á leðurbuxum í jólagjöf með tvílitu kögri og svo er ég að sauma mér vesti. Síðan þekki ég mann sem átti bar og gæti komið mér í helgarspilun. Jólaballavertíðin er eiginlega of langt komin. Nema hvað ég er búinn að fara á 3 jólaböll held ég. Það er nú meira en nokkurn tímann og ekki komin jól. Aðalgeimið er eftir. Mér finnst að það ætti að banna höfuð herðar hné og tær á jólaböllum. Setur mig alveg aftur niður á jörðina. Ekkert jólalegt. Mér sárnaði ekki lítið þegar ég sá fólk taka þátt í þessu. En hókí pókí, það er allt annað mál. Þótt textinn sé meira svona hversdags þá er dansinn þannig að jólatréð fær svo verðskuldaða hyllingu. Svo hef ég lært nýjan hringdans, get ekki beðið eftir að sýna hann.